„Nordisk Forum fór fram úr okkar björtustu vonum”
Daganna 12.-15. júní 2014 var haldin stærsta kvennaráðstefna Norðurlandanna, Nordisk Forum – New Action on Women’s Rights. Ráðstefnan er haldin í framhaldi af ráðstefnum sem haldnar voru í Osló árið 1988 og Åbo árið 1994. Í ár mættu um 20.000 konur og menn til Malmö að ræða jafnrétti kynjanna og hvernig megi bæta stöðu kvenna bæði í Norðurlöndunum og í heiminum.
Að ráðstefnunni standa 200 samtök kvenna frá Norðurlöndunum öllum í gegnum regnhlífasamtökin Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands, Kvinderådet í Danmörku, Nytkis Kvonnoorganisationer í samarbete í Finnlandi, FOKUS og Krissentersekretariatet í Noregi og Svergies Kvinnolobby í Svíþjóð.
Á ráðstefnuna mæta þúsundir aðgerðasinna, fulltrúar félagasamtaka og aðrir sem ræða stefnu og markmið kvennabaráttunnar bæði í norrænu og alþjóðlegu sambengi. Dagskrá ráðstefnunar tekur mið af Peking yfirlýsingunni frá árinu 1995 þegar Kvennaráðstefna Sameinuðu þjóðanna var haldin og af framkvæmdaáætluninni sem byggist á henni.
Fyrirlesarar og gestir ráðstefnunnar koma úr öllum áttum en fræðimenn, stjórnmálamenn, aktívistar, fulltrúar fyrirtækja og félagasamtaka, listamenn og femínistar eru hér saman komin til að ræða áskoranir jafnréttisbaráttunnar í dag og lausnir framtíðarinnar.
Skipulagning Nordisk forum hefur staðið yfir í rúmlega eitt og hálft ár en niðurstöður ráðstefnunar voru kynntar á blaðamannafundi í morgun. Fimm helstu kröfur ráðstefnunar til Norðurlandanna eru eftirfarandi:
– Samtök kvennahreyfinga skulu verða fjármagnaðar á sama hátt og önnur samtök til að jafnrétti verði náð.
– Kynjasjónarmið skulu vera grundvöllur fjárveitinga til borga og sveitarfélaga bæði í efnahagsmálum sem og í ákvarðanatöku þeirra.
– Brottvísun kvenna af erlendu bergi brotnu úr landi eftir ofbeldissambönd maka skal stöðvuð, kvenkynsfórnarlömb mansals eiga að fá vernd og aðstoð.
– Atvinnulífið skal taka tillit til samþættingu fjölskyldulífs og frama á vinnumarkaði. Koma skal í veg fyrir réttinum til fulls vinnutíma í ótryggum vinnum.
– Stjórnvöld eiga að stuðla að því að konur taki þátt sem öflugir gerendur í aðgerðum til að tryggja sjálfbæra þróun.
Nordisk Forum hefur fengið gagnrýni að ráðstefnan endurspegli einungis raunveruleika hvítra kvenna og að minnihlutahópar á Norðurlöndunum hafi ekki fengið tækifæri til að taka nægilega þátt, þó telur stýrihópurinn að þær hafi gert nægilega mikið til að koma til móts við sem flesta. Þegar fyrsta stjórnin var mynduð var sent út boð fyrir áhugasama að taka þátt í að stýra ráðstefnunni sem svar við þessari gagnrýni og þær sem sitja í stjórninni núna er útkoma af þeim umsóknum sem bárust. Stjórnendurnir vildu vera fulltrúar sem flestra en ekki bara afmarkaðs hóps. Á ráðstefnunni hafa þær sem unnu að skýrslunni tekið tillit til skoðanna þátttakenda á hinu ýmsu námskeiðum sem haldin voru um helgina sem var sameinað í endanlegum niðurstöðum sem voru afhentar ráðherrum Norðurlandanna síðdegis í dag.
Sjá ályktun hér!